þri 11. ágúst 2020 11:19
Elvar Geir Magnússon
Griezmann bekkjaður?
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Diario Sport segir að Quique Setien, stjóri Barcelona, íhugi að láta Antoine Griezmann á bekkinn þegar leikið verður gegn Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Liðin eigast við á föstudagskvöld og segir blaðið að Sergio Busquets eða Arturo Vidal komi inn í liðið, jafnvel báðir. Þeir misstu af leiknum gegn Napoli vegna leikbanna.

Sagt er að Setien ætli að spila 4-4-2 leikkerfi og talið er að Luis Suarez verði í framlínunni með Lionel Messi.

Griezmann þarf þá að sætta sig við að vera á bekknum í þessum mikilvæga leik en hann hefur átt erfitt fyrsta tímabil í Katalóníu.

Hann lék lykilhlutverk fyrri hluta tímabils en aðeins tvö mörk í La Liga á árinu 2020 hafa kallað fram gagnrýni frá stuðningsmönnum Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner