Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
   fös 11. ágúst 2023 21:25
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Keyrum bara fulla ferð áfram
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjaður sigur, frábær þrjú stig."sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0-1 sigur á Fjölni í toppbaráttuslag Lengjudeildar karla en fyrir leikinn í kvöld voru þessi lið í öðru og þriðja sæti deildarinnar.


Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  1 ÍA

„Leikurinn var svolítið fram og til baka í fyrri hálfleik og bara held ég stórskemmtilegur, tvö góð lið að mætast og ég held að bæði lið hafi verið sátt með stöðuna í hálfleik svo var þetta bara spurning um einhver smáatriði á öðrum endanum og það féll með okkur í dag og gerðum það vel."

,,Við hefðum geta gert hlutina þægilegri fyrir okkur með því að klára leikinn þegar við komumst 1-0 yfir en hrós á strákanna hvernig þeir spiluðu lokakaflan í leiknum, það lág auðvitað svolítið á okkur og eins og ég segi Fjölnisliðið er hörku sterkt og vel þjálfað og auðvitað á þeirra heimavelli, frábært að koma að halda hreinu og vinna leikinn."

Með sigri ÍA kemur liðið sér þremur stigum frá toppliði Aftureldingu og var Jón Þór spurður út í þetta fyrsta sæti sem kemur liðinu beint upp.

„Við erum að sigla í lokakaflan í deildinni og við keyrum bara fulla ferð áfram og við hugsum bara um sjálfa okkur og ná úrslitum í okkar leikjum og við viljum fljúga inn í þennan lokakafla og höfum verið að gera það og spilað bara gríðarlega vel og náum í þrjú frábær stig hérna á Extravellinum."



Athugasemdir