Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   fös 11. ágúst 2023 21:25
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Keyrum bara fulla ferð áfram
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjaður sigur, frábær þrjú stig."sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0-1 sigur á Fjölni í toppbaráttuslag Lengjudeildar karla en fyrir leikinn í kvöld voru þessi lið í öðru og þriðja sæti deildarinnar.


Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  1 ÍA

„Leikurinn var svolítið fram og til baka í fyrri hálfleik og bara held ég stórskemmtilegur, tvö góð lið að mætast og ég held að bæði lið hafi verið sátt með stöðuna í hálfleik svo var þetta bara spurning um einhver smáatriði á öðrum endanum og það féll með okkur í dag og gerðum það vel."

,,Við hefðum geta gert hlutina þægilegri fyrir okkur með því að klára leikinn þegar við komumst 1-0 yfir en hrós á strákanna hvernig þeir spiluðu lokakaflan í leiknum, það lág auðvitað svolítið á okkur og eins og ég segi Fjölnisliðið er hörku sterkt og vel þjálfað og auðvitað á þeirra heimavelli, frábært að koma að halda hreinu og vinna leikinn."

Með sigri ÍA kemur liðið sér þremur stigum frá toppliði Aftureldingu og var Jón Þór spurður út í þetta fyrsta sæti sem kemur liðinu beint upp.

„Við erum að sigla í lokakaflan í deildinni og við keyrum bara fulla ferð áfram og við hugsum bara um sjálfa okkur og ná úrslitum í okkar leikjum og við viljum fljúga inn í þennan lokakafla og höfum verið að gera það og spilað bara gríðarlega vel og náum í þrjú frábær stig hérna á Extravellinum."



Athugasemdir
banner