Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fös 11. ágúst 2023 21:25
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Keyrum bara fulla ferð áfram
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjaður sigur, frábær þrjú stig."sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0-1 sigur á Fjölni í toppbaráttuslag Lengjudeildar karla en fyrir leikinn í kvöld voru þessi lið í öðru og þriðja sæti deildarinnar.


Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  1 ÍA

„Leikurinn var svolítið fram og til baka í fyrri hálfleik og bara held ég stórskemmtilegur, tvö góð lið að mætast og ég held að bæði lið hafi verið sátt með stöðuna í hálfleik svo var þetta bara spurning um einhver smáatriði á öðrum endanum og það féll með okkur í dag og gerðum það vel."

,,Við hefðum geta gert hlutina þægilegri fyrir okkur með því að klára leikinn þegar við komumst 1-0 yfir en hrós á strákanna hvernig þeir spiluðu lokakaflan í leiknum, það lág auðvitað svolítið á okkur og eins og ég segi Fjölnisliðið er hörku sterkt og vel þjálfað og auðvitað á þeirra heimavelli, frábært að koma að halda hreinu og vinna leikinn."

Með sigri ÍA kemur liðið sér þremur stigum frá toppliði Aftureldingu og var Jón Þór spurður út í þetta fyrsta sæti sem kemur liðinu beint upp.

„Við erum að sigla í lokakaflan í deildinni og við keyrum bara fulla ferð áfram og við hugsum bara um sjálfa okkur og ná úrslitum í okkar leikjum og við viljum fljúga inn í þennan lokakafla og höfum verið að gera það og spilað bara gríðarlega vel og náum í þrjú frábær stig hérna á Extravellinum."



Athugasemdir
banner
banner