Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 11. ágúst 2023 21:25
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Keyrum bara fulla ferð áfram
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjaður sigur, frábær þrjú stig."sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0-1 sigur á Fjölni í toppbaráttuslag Lengjudeildar karla en fyrir leikinn í kvöld voru þessi lið í öðru og þriðja sæti deildarinnar.


Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  1 ÍA

„Leikurinn var svolítið fram og til baka í fyrri hálfleik og bara held ég stórskemmtilegur, tvö góð lið að mætast og ég held að bæði lið hafi verið sátt með stöðuna í hálfleik svo var þetta bara spurning um einhver smáatriði á öðrum endanum og það féll með okkur í dag og gerðum það vel."

,,Við hefðum geta gert hlutina þægilegri fyrir okkur með því að klára leikinn þegar við komumst 1-0 yfir en hrós á strákanna hvernig þeir spiluðu lokakaflan í leiknum, það lág auðvitað svolítið á okkur og eins og ég segi Fjölnisliðið er hörku sterkt og vel þjálfað og auðvitað á þeirra heimavelli, frábært að koma að halda hreinu og vinna leikinn."

Með sigri ÍA kemur liðið sér þremur stigum frá toppliði Aftureldingu og var Jón Þór spurður út í þetta fyrsta sæti sem kemur liðinu beint upp.

„Við erum að sigla í lokakaflan í deildinni og við keyrum bara fulla ferð áfram og við hugsum bara um sjálfa okkur og ná úrslitum í okkar leikjum og við viljum fljúga inn í þennan lokakafla og höfum verið að gera það og spilað bara gríðarlega vel og náum í þrjú frábær stig hérna á Extravellinum."



Athugasemdir
banner