Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fös 11. ágúst 2023 21:25
Anton Freyr Jónsson
Jón Þór: Keyrum bara fulla ferð áfram
Lengjudeildin
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

„Bara geggjaður sigur, frábær þrjú stig."sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0-1 sigur á Fjölni í toppbaráttuslag Lengjudeildar karla en fyrir leikinn í kvöld voru þessi lið í öðru og þriðja sæti deildarinnar.


Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  1 ÍA

„Leikurinn var svolítið fram og til baka í fyrri hálfleik og bara held ég stórskemmtilegur, tvö góð lið að mætast og ég held að bæði lið hafi verið sátt með stöðuna í hálfleik svo var þetta bara spurning um einhver smáatriði á öðrum endanum og það féll með okkur í dag og gerðum það vel."

,,Við hefðum geta gert hlutina þægilegri fyrir okkur með því að klára leikinn þegar við komumst 1-0 yfir en hrós á strákanna hvernig þeir spiluðu lokakaflan í leiknum, það lág auðvitað svolítið á okkur og eins og ég segi Fjölnisliðið er hörku sterkt og vel þjálfað og auðvitað á þeirra heimavelli, frábært að koma að halda hreinu og vinna leikinn."

Með sigri ÍA kemur liðið sér þremur stigum frá toppliði Aftureldingu og var Jón Þór spurður út í þetta fyrsta sæti sem kemur liðinu beint upp.

„Við erum að sigla í lokakaflan í deildinni og við keyrum bara fulla ferð áfram og við hugsum bara um sjálfa okkur og ná úrslitum í okkar leikjum og við viljum fljúga inn í þennan lokakafla og höfum verið að gera það og spilað bara gríðarlega vel og náum í þrjú frábær stig hérna á Extravellinum."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner