Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   mán 11. ágúst 2025 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gríðarlega öflugt fyrir félagið að geta landað stórum íslenskum bita"
'Það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira'
'Það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann spilar eins og hann sé búinn að vera leikmaður Vestra í miklu lengri tíma heldur en raun ber vitni'
'Hann spilar eins og hann sé búinn að vera leikmaður Vestra í miklu lengri tíma heldur en raun ber vitni'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Eðvald Hlynsson hefur komið öflugur inn í lið Vestra en hann kom frá danska félaginu AB í síðasta mánuði. Vestri hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og Ágúst hefur skorað tvö mörk.

Hann skoraði 2-2 markið í 3-2 sigri gegn Fram í Bestu deildinni í gær.

Lestu um leikinn: Vestri 3 -  2 Fram

„Það er gríðarlega öflugt fyrir félagið að geta landað bita sem er stór á íslenskan mælikvarða. Líka fyrir okkur sem félag að það séu komnir íslenskir leikmenn sem sjá kost í því að fara vestur fram yfir félög á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er það sem við höfum verið að berjast við, að fá íslenska leikmenn til þess að koma vestur. Það hefur orðið smá breyting á með komu Benedikts Warén, Daða Bergs og svo Arnórs Borg og Ágústs Hlyns - það eru fleiri leikmenn. Það hefur varla komið til okkar leikmaður sem hefur ekki staðið sig vel," segir Davíð Smári Lamude sem er þjálfari Vestra.

„Arnór hefur verið óheppinn með meiðsli, en hann byrjaði gríðarlega vel, lagði upp og skoraði áður en hann meiddist."

„Ágúst hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum og það er ekki hægt að biðja um neitt mikið meira. Hann spilar eins og hann sé búinn að vera leikmaður Vestra í miklu lengri tíma heldur en raun ber vitni. Hann legur sig gríðarlega fram fyrir liðið; fagnar öllum litlu sigrunum og það skiptir gríðarlegu máli. Hann fór bara beint inn í okkar mót hérna hjá Vestra og það er gríðarlega gott fyrir okkur. Hann hefur ekki átt fullkomna frammistöðu, en hvað getur maður beðið um meira?"

„Hann klukkar 12-13 km í hverjum einasta leik, sama með Jeppe Pedersen, Gunnar Jónas Hauksson, Fatai Gbadamosi ásamt fleiri leikmönnum. Við erum með ofboðslega orkumikið og skemmtilegt lið í bland við öðruvísi prófíla,"
segir Davíð Smári.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
8.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
9.    Afturelding 17 5 5 7 20 - 25 -5 20
10.    FH 17 5 4 8 28 - 25 +3 19
11.    KR 17 4 5 8 37 - 40 -3 17
12.    ÍA 17 5 1 11 18 - 36 -18 16
Athugasemdir
banner