Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 11. september 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Atli Viðar spáir í sextándu umferð Pepsi Max-deildarinnar
Atli Viðar Björnsson.
Atli Viðar Björnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Atli spáir KR sigri gegn Stjörnunni.
Atli spáir KR sigri gegn Stjörnunni.
Mynd: Hulda Margrét
Páll Sævar Guðjónsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í Pepsi Max-deildina á dögunum.

Atli Viðar Björnsson, séfræðingur hjá Stöð 2 Sport, spáir í leikina að þessu sinni.



KR 2 - 0 Stjarnan (14:00 á sunnudag)
Ég held að fyrsta tap sumarsins hjá Stjörnunni komi þarna. Þeir hafa verið að ströggla smá síðustu vikur og heilluðu mig ekki þegar þeir duttu út úr bikarnum í vikunni. KR liðið á móti Blikum fannst mér aftur á móti minna á KR liðið frá því í fyrra og ég ætla því að tippa á nokkuð sannfærandi heimasigur.

KA 1 - 1 Fylkir (16:00 á sunnudag)
Fátt eðlilegra en að spá jafntefli í þessum leik, í sjö heimaleikjum hefur KA gert sex jafntefli sem er bilað! Fylkir reyndar ekki mikið jafnteflislið en Atli Sveinn sættir sig við að taka bara eitt stig úr heimsókn til uppeldisfélagsins.

FH 2 - 2 Breiðablik (16:30 á sunnudag)
Breiðablik hefur ekki tapað í Kaplakrika síðan 2012 sem er ótrúlega öflugt hjá þeim og ég held að það sé ekki að fara að breytast í þessum leik, held að þetta verði jafntefli í stórskemmilegum leik. Ætla að taka risastóran séns og spá því að bæði Lennon og Mikkelsen skori.

HK 1 - 2 ÍA (19:15 á sunnudag)
Framlengingin á Hlíðarenda í vikunni mun sitja í HK ingum og Skaginn sækir sterkan sigur í Kórinn.

Valur 2 - 1 Víkingur (20:00 á sunnudag)
Sé ekki annað þarna en að Valur haldi áfram að sigla fulla ferð í átt að þeim stóra. Víkingar jafna í seinni hálfleik en Patrik skorar sigurmark fyrir Val undir lokin. Kæmi ekki á óvart að hann geri bæði mörk Vals.

Grótta 0 - 1 Fjölnir (19:15 á mánudag)
Algjört lokatækifæri fyrir bæði þessi lið, liðið sem vinnur þarna getur gælt við þá veiku von að bjarga sér frá falli en tapliðið aftur á móti er fallið. Leikir þessara liða oftast verið lokaðir og þau þekkja hvort annað vel en jafntefli væru vonbrigði fyrir bæði liðin og því held ég að leikurinn opnist og Fjölnir steli þessu í seinni hálfleik.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (6 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Páll Sævar Guðjónsson (3 réttir)
Þorkell Máni Pétursson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Svava Kristín Grétarsdóttir (2 réttir)
Albert Brynjar Ingason (1 réttur)
Gunnar Birgisson (1 réttur)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner