PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   mið 11. september 2024 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áslaug Dóra innsiglaði sigur Örebro í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Örebro mun leika í sænsku bikarkeppninni á næsta ári eftir sigur á Mallbacken í forkeppni í kvöld.


Liðið var með 3-0 forystu í hálfleik en Mallbacken náði að klóra í bakkan. Stuttu síðar innsiglaði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir sigur liðsins. Katla María Þórðardótt­ir var í byrjunarliði Örebro eins og Áslaug.

Örebro er í mikilli fallbaráttu í deildinni en liðið á erfitt verkefni fyrir höndum þar í næsta leik um helgina.

Liðið mætir toppliði Rosengard sem er með 11 stiga forystu á Hacken og á leik til góða en Örebro er 12. sæti sem er umspilssæti um að halda sæti sínu í deildinni en liðið er átta stigum frá öruggu sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner