
„Það er frábært að Gylfi sé kominn aftur á skrið," segir Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net.
„Hann hefur verið að spila með Lyngby og er að koma sér aftur af stað. Það er frábært og við vonum að hann geti hjálpað þessu liði eins mikið og hægt er. Við vitum öll hvað hann getur þegar hann er upp á sitt besta."
„Hann hefur verið að spila með Lyngby og er að koma sér aftur af stað. Það er frábært og við vonum að hann geti hjálpað þessu liði eins mikið og hægt er. Við vitum öll hvað hann getur þegar hann er upp á sitt besta."
Gylfi er kominn aftur í landsliðið eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Hann gekk í raðir danska félagsins Lyngby á dögunum og er byrjaður að spila þar.
Sverrir er sjálfur að spila í Danmörku - með Midtjylland - en hann segir að það hafi verið stórar fréttir þegar Gylfi kom í dönsku úrvalsdeildina.
„Fólk var farið að spyrja mig hvort að hann væri í alvöru að koma til Danmerkur. Fólk var ekki alveg að trúa því. Ég sagðist ekki vita hver staðan væri. Hann er stór prófíll, hann er búinn að spila í ensku úrvalsdeildinni í mörg ár. Ég er viss um að hann eigi eftir að gera mjög vel í Danmörku."
Sverrir er á sínu fyrsta tímabili í Danmörku en hann er mjög ánægður með þá ákvörðun að fara þangað og líkar honum lífið vel þar. Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir