Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu hjá Go Ahead Eagles og skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri gegn RKC Waalwijk í efstu deild hollenska boltans.
Willum Þór skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu er G.A. Eagles stálu sigrinum gegn sterkum heimamönnum sem fengu gríðarlega mörg marktækifæri. Willum og markvörðurinn Jeffrey De Lange voru bestu leikmenn vallarins.
Eagles eru í fimmta sæti hollensku deildarinnar, með 21 stig eftir 12 umferðir.
Í efstu deild belgíska boltans voru Guðlaugur Victor Pálsson og Alfreð Finnbogason í tapliði Eupen í fallbaráttunni.
Eupen tapaði á heimavelli gegn RWDM og er með 14 stig eftir 14 umferðir.
Þá voru Íslendingar í byrjunarliðum í gríska boltanum, þar sem Guðmundur Þórarinsson var í liði OFI Crete sem gerði 1-1 jafntefli við Giannina á meðan Samúel Kári Friðjónsson spilaði fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli Atromitos gegn Panserraikos.
OFI er um miðja deild, með 14 stig eftir 11 umferðir, eftir þetta jafntefli. Atromitos er með 10 stig.
Hjörtur Hermannsson var þá ónotaður varamaður í 1-2 sigri Pisa í B-deild ítalska boltans og var Viðar Örn Kjartansson ekki í leikmannahópi CSKA 1948 Sofia í Búlgaríu.
Waalwijk 0 - 1 GA Eagles
0-1 Willum Þór Willumsson ('30)
Eupen 1 - 3 RWDM
Atromitos 1 - 1 Panserraikos
OFI Crete 1 - 1 Giannina
Sudtirol 1 - 2 Pisa
Athugasemdir