Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   mið 11. desember 2024 22:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeild kvenna: Afgreiddi íslenska landsliðið í síðustu viku og Celtic í kvöld
Signe Bruun fagnar hér öðru marki sínu í kvöld.
Signe Bruun fagnar hér öðru marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í Meistaradeild kvenna í kvöld og ljóst hvaða lið fara áfram úr A- og B-riðli.

Lyon vann stórsigur á Galatasaray í A-riðli. Lyon er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir, sex stigum meira en Wolfsburg sem fylgir Lyon upp úr riðlinum.

Signe Bruun sá um markaskorunina þegar danska landsliðið lagði það íslenska fyrr í þessum mánuði. Hún var aftur á skotskónum í kvöld þegar hún skoraði tvö fyrstu mörk Real Madrid gegn Celtic. Fyrra markið var glæsilegt og má sjá það hér neðst.

Real er með 12 stig eftir fimm leiki, þremur stigum á eftir toppliði Chelsea sem vann öruggan 6-1 sigur á Twente á heimavelli.

Amanda Andradóttir var ónotaður varamaður hjá Twente í leiknum. Twente er með þrjú stig og Celtic er án stiga á botni riðilsins.

Galatasaray W 0 - 6 Lyon W
0-1 Ada Hegerberg ('19 )
0-2 Sara Dabritz ('24 )
0-3 Sjálfsmark ('34 )
0-4 Wendie Renard ('49 )
0-5 Danielle van de Donk ('69 )
0-6 Eugenie Le Sommer ('76 )

Celtic W 0 - 3 Real Madrid W
0-1 Signe Bruun ('30 )
0-2 Signe Bruun ('71 )
0-3 Alba Redondo ('85 )

Chelsea W 6 - 1 Twente W
1-0 Catarina Macario ('2 )
1-1 Kayleigh van Dooren ('29, víti)
2-1 Oriane Jean-Francois ('30 )
3-1 Mayra Ramirez ('35 )
4-1 Sjálfsmark ('38 )
5-1 Sjoeke Nusken ('47 )
6-1 Eve Perriset

Athugasemdir
banner
banner
banner