Útvarpsþátturinn Fótbolti.net var á dagskrá á X-inu FM 97,7 í hádeginu í dag. Umsjónarmaður voru Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson en nú er hægt að hlusta á upptöku af þættinum.
- Skoðað var hátt miðaverð á leiki í enska boltanum. Hilmar Guðjónsson, varaformaður Arsenal-klúbbsins á Íslandi, hefur kynnt sér málið og var í símaviðtali.
- Bjarni Þórður Halldórsson, markvörður Fylkis, kom í sérkennilegt viðtal.
- Hitað var upp fyrir Ofursunnudaginn en útvarpskóngurinn Þórður Helgi Þórðarson, betur þekktur sem Doddi litli, mætti í gasklefann á X-inu. Doddi styður rauða liðið frá Manchester og var í viðtali í seinni hluta þáttarins.
Nú er hægt að hlaða niður MP3 skrá af þættinum hér á Fótbolta.net.
Smelltu hér til að sækja MP3 skrá af þættinum.
Athugasemdir




