Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. janúar 2015 22:18
Elvar Geir Magnússon
„Sigurður Óli með eina lélegustu frammistöðu frá upphafi"
Sigurður Óli Þórleifsson var aðstoðardómari á Evrópuleik skömmu eftir mistökin stóru í Kaplakrikanum.
Sigurður Óli Þórleifsson var aðstoðardómari á Evrópuleik skömmu eftir mistökin stóru í Kaplakrikanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er allt annað en sáttur við frammistöðu og framkomu Sigurðar Óla.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, er allt annað en sáttur við frammistöðu og framkomu Sigurðar Óla.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, lætur stór orð falla um frammistöðu Kristins Jakobssonar dómara og Sigurðar Óla Þórleifssonar aðstoðardómara í pistli á fhingar.net. Er hann þar að skrifa um stórleik FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í fyrra.

Smelltu hér til að sjá pistilinn í heild sinni

FH tapaði leiknum og missti þar af Íslandsmeistaratitlinum. Stór atriði voru í leiknum, meðal annars þegar Sigurður Óli missti af rangstöðu sem leiddi til þess að Stjarnan skoraði mark sem ekki átti að standa.

„Það verður að virða dómara sem og aðstoðarmönnum hans til vorkunnar að þeir vissu upp á sig sökina hafandi klúðrað stærsta leik í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu og með mistökum sínum haft af FH liðinu meistaratilinn 2014. Það má því spyrja hvort þessir menn hafi verið í jafnvægi og mögulega haldnir ótta vegna eigin mistaka?" segir Jón Rúnar í pistli sínum.

Er nema von að mönnum fari ekki fram
Sigurður Óli var aðstoðardómari 1 í leiknum og gerir Jón Rúnar athugasemd við að hann hafi verið sendur sem fulltrúi okkar í Evrópuleik skömmu eftir mistökin. Þá segir hann Sigurð Óla hafa sýnt ófaglega framkomu á þjálfaranámskeiði á vegum KSÍ.

„Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar.

„Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu framistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem framistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa framistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram."
Athugasemdir
banner
banner