Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 12. janúar 2020 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Victor Sanchez rekinn frá Malaga (Staðfest)
Spænski þjálfarinn Victor Sanchez hefur verið leystur undan störfum hjá Malaga en félagið tilkynnti þetta í gær.

Malaga setti Sanchez í bann á dögunum eftir að myndband af honum fór í dreifingu.

Sanchez sýndi getnaðarlim sinn í myndbandinu en hann sjálfur segist hafa orðið fyrir fjárkúgun.

Malaga, sem leikur í spænsku B-deildinni, hefur nú rekið Sanchez en þjálfarinn neitaði að ná samkomulagi við félagið um að hætta störfum og ákvað félagið því að reka hann.

Luis Rebales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, er ósáttur með vinnubrögð Malaga en hann hefur boðið Sanchez að vinna fyrir sambandið.

„Ég hafði ekki farið á Twitter í tvo mánuði áður en fréttirnar bárust af Victor Sanchez. Ég ber virðingu fyrir Malaga en það sem þeir gerðu er glæpsamlegt. Ef hann missir vinnnuna þá mun ég bjóða honum vinnu hjá knattspyrnusambandinu," sagði Rebales á dögunum.
Athugasemdir
banner