Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 12. janúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fer mínar eigin leiðir í lífinu og mér er sama hvað öðrum finnst"
Aron í leik með U21 landsliði Íslands.
Aron í leik með U21 landsliði Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron fór á HM með Bandaríkjunum 2014.
Aron fór á HM með Bandaríkjunum 2014.
Mynd: Getty Images
Árið 2013 kaus Aron Jóhannsson að spila frekar fyrir bandaríska landsliðið en það íslenska.

Aron ólst upp í Fjölni á Íslandi en hann fæddist í Bandaríkjunum og á nítján landsleiki að baki með Bandaríkjunum.

Hann var gestur í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið þar sem hann ræddi við Jóhann Skúla Jónsson um umdeildu ákvörðunina sem hann tók á sínum tíma.

„Þetta var einhvern veginn aldrei í myndinni. Þetta var aldrei eitthvað sem ég hafði hugsað um," sagði Aron en hann fékk svo símtal frá Jurgen Klinsmann, þýskri goðsögn og þáverandi landsliðsþjálfara Bandaríkjanna.

„Ég fíla Bandaríkin mjög mikið og get séð mig eiga heima þar í framtíðinni. Mér finnst gaman að vera þar. Ég fer mínar eigin leiðir í lífinu og mér sama um hvað öðrum finnst. Þetta var ekki auðveld ákvörðun, ég var búinn að alast upp með helmingnum af þessum gaurum í landsliðinu."

Aron segir að umræðan og fréttaflutningur hafi farið fyrir brjóstið á fjölskyldu sinni og það hafi verið erfiðara fyrir þau en hann sjálfan að takast á við það.

„Mér var alltaf sléttsama. Þetta var mín ákvörðun. Vinir mínir í fótbolta og fjölskylda, þau rauðlögðu mér ekki að gera annað eða hitt. Ég gerði bara það sem ég vildi og ég valdi Bandaríkin. Það eru fullt af upplifunum og fáránlegum hlutum sem ég hefði aldrei upplifað með íslenska landsliðinu. Ég fór á stórmót en ég get ekki ímyndað mér hversu mikla gleði og ánægju, og þeirrar fáránlegu velgengni strákarnir eru búnir að njóta með íslenska landsliðinu."

Aron var valinn í íslenska landsliðið 2012 en dró sig út úr hópnum vegna meiðsla.

„Ég var að fara. Ég hafði tilkynnt Jurgen Klinsmann það að ég ætlaði að spila fyrir Ísland, en svo meiðist ég með AGF og fer ekki í landsliðið. Þá eru einhverjir mánuðir í næsta leik... það gerist eitthvað í millitíðinni sem segir mér að þetta sé málið."

Lars sagði kláran mun á gæðunum hjá Aroni og Birni
Lars Lagerback var þjálfari íslenska landsliðsins frá 2011 til 2016, á þeim tíma þegar Aron tók ákvörðunina sína. Lagerback lét áhugaverð ummæli falla árið 2012.

„Hann hefur ekki verið í A-landsliðinu áður og ef þú berð hann saman við Björn (Bergmann Sigurðarson) og þær fréttir sem ég fæ úr U21 árs landsliðinu þá er klár munur á gæðunum hjá Birni og Aroni," sagði Lars.

Hafði það einhver áhrif á ákvörðun Arons?

„Ég er sammála honum. Björn Bergmann, þegar við vorum saman í U21 landsliðið, það er besti sóknarmaður sem ég hef spilað með. Á þeim tíma var hann kominn miklu lengra en ég og miklu lengra en flestir í landsliðinu, bæði í A-landsliðinu og U21. Hann var gjörsamlega frábær," sagði Aron.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner