Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 12. janúar 2022 16:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átti að klára leikinn en Túnisar neituðu að fara aftur inn á
Þessi stuðningsmaður Túnis fékk ekki að sjá meira
Þessi stuðningsmaður Túnis fékk ekki að sjá meira
Mynd: EPA
Það vakti athygli í dag þegar dómari leiks Malí og Túnis í Afríkukeppninni flautaði leikinn af of snemma - og það tvisvar. Fyrst eftir ríflega 85 mínútur og svo áður en 90 mínúturnar voru liðnar.

Malí leiddi þegar kom var fram á 90. mínútu en liðið var orðið manni færra og átti eftir að spila uppbótartíma eftir vantspásu, VAR-skoðun og tvær vítaspyrnur. Túnisum var allt annað en skemmt með ákvörðun dómarans að flauta leikinn þetta snemma af.

Það átti að hefja leik að nýju og spila síðustu þrjár mínúturnar aftur. Blaðamannafundur þjálfara Malí var truflaður og átti að senda leikmenn aftur inn á.

Leikmenn Malí fylgdu því og voru mættir aftur út á völl. Leikmenn Túnis gerðu það hins vegar ekki og Malí var því dæmdur sigur.

Búið er að fresta næsta leik keppninnar, viðureign Máritaníu og Gambíu um 45 mínútur vegna atburðanna í leik Túnis og Malí.


Athugasemdir
banner
banner