Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. janúar 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Hrannar Bogi Jónsson (Augnablik)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári brandarakall
Kári brandarakall
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll, hægur en gæði!
Veigar Páll, hægur en gæði!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri aftur í Augna?
Sindri aftur í Augna?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Baldvins og dómaraborðið.
Haukur Baldvins og dómaraborðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolefnisjöfnun í boði Björgvins
Kolefnisjöfnun í boði Björgvins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrannar Bogi spilaði sinn fyrsta keppnis-æfingaleik með Breiðabliki á dögunum þegar hann lék gegn Keflavík í Fótbolta.net mótinu. Hann er þjálfari Augnabliks og hefur einnig spilað með Erninum, Reyni S. og Leikni Fásk.

Hrannar hefur spilað sem vinstri bakvörður þegar hann hefur leyst af í liði Breiðabliks. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Hrannar Bogi Jónsson

Gælunafn: Jón Veigar hefur sagt Cap í 3 ár og núna væri annað bara skrýtið

Aldur: 29

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 með Augna

Uppáhalds drykkur: Fer eftir matnum en Orka með Serrano er ótrúlegt

Uppáhalds matsölustaður: Just Wing It hefur ekki ennþá stigið feilspor

Hvernig bíl áttu: Elon Musk gæti selt mér nánast hvað sem er eftir að hafa selt mér Teslu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: True detective S01

Uppáhalds tónlistarmaður: Drake, Tracy Chapman og The Weeknd

Uppáhalds hlaðvarp: Steve og Draumaliðið

Fyndnasti Íslendingurinn: Hef hlegið alltof mikið að Kára Ársæls til að segja eitthvað annað. Hávarr Hermóðsson fær líka gott shout

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Bjorg/Mjodd – Sæl/Sæll pöntunin er klár! Nr. Þitt er 782

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍR

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Veigar Páll með 0 í speed var samt unreal gæði

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jölli (Jökull Elísabetar) nálgaðist leikin á annan hátt en flestir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Markmaður KF spilaði alltaf með buff þegar við mættum þeim, það var eiginlega alveg nóg

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Ólst upp við rosalegar hetjusögur af pabba, flestar sagðar af honum sjálfum, taka Leikni F upp á hæstu hæðir á 9 áratug síðustu aldar, það er erfitt að lifa alltaf í skugganum af þeim afrekum

Sætasti sigurinn: Hann á sennilega eftir að koma

Mestu vonbrigðin: Að hafa aldrei unnið Íslandsmótið í Futsal þrátt fyrir að hafa farið 4x í úrslit

Uppáhalds lið í enska: United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Tæki Sindra Ingimars aftur yfir í Augna

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Arnar Daníel Aðalsteins fór í gegnum Augna skólan í fyrra og hefur verið virkilega flottur í miðverðinum hjá Blikum á undirbúningstímabilinu

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Óskar Jónsson kemur úr gríðarlega fallegri ætt

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Snúin er hún þessi

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Sagði einu sinni Ronaldo en rankaði við mér stuttu seinna og fann fljótlega að það er Leo litli Messi.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Arnór Daði segist alltaf vera uppá skrifstofu hjá Breiðablik þegar maður þarf á honum að halda en við vitum báðir að það er ekki svona mikið að gera hjá honum.

Uppáhalds staður á Íslandi: Búðargrund

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Held áfram með Futsal þema en á íslandsmótinu 2020 var búið að brjóta einu sinni of oft á Hauk okkar Baldvins sem gat ekki annað en klætt sig úr vinstri skónum inná miðjum vellinum og grýta honum í áttina að dómaraborðinu, það sluppu allir ómeiddir en Haukur fékk 4 leikja banna fyrir atvikið og gott ef Augna fékk ekki sekt

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Hef reynt allskonar rembing á þessu sviði en ekkert gengið

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: NFL, NBA og Dominos

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Tiempo eða Premier

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Þýskan var illviðráðanleg

Vandræðalegasta augnablik: Árið er 2018 og Augna er að ganga frá Selfoss 6-1 í undanúrslitum íslandsmótsins í Futsal í höllinni, 1 mín eftir á klukkunni og ég læt út úr mér óvinsæl ummæli við leikmann Selfoss og dómarinn hafði gjörsamlega engan húmor fyrir því og veifar gula spjaldinu. Fékk að vita eftir leikin að ég væri í banni í úrslitunum vegna tveggja gulra spjalda í úrslitakeppninni, gjörsamlega sturlaðist og hellti mér yfir dómarana eftir leikin, skilaboðin ómuðu í höllinni. Allir fóru þó að lokum vinir heim.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju:
Tæki Kára Ársæls til að halda stemmingunni á lofti, Garp Elísabetar sem celebrity guide til að skoða eyjuna og Björgvin Péturs til að kolefnisjafna ferðina

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Á 38:18 best í 10 KM hlaupi og fannst það flott þangað til að ég sá að íslandsmetið er undir 30 mín sem er ágætt

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Hélt að Freyr Snorra væri fræðimaður en í grunninn er hann kexruglaður rappari

Hverju laugstu síðast: Örugglega einhverju að börnunum

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Erfitt að svara þessari eftir að maður settist í þjálfarstólinn en upphitun án bolta verður aldrei talin skemmtileg

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja David Goggins hvort hann verði aldrei þreyttur
Athugasemdir
banner