Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 12. janúar 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjartan framlengir við Gróttu - fetar í fótspor Péturs Theódórs
Lengjudeildin
Kjartan Kári Halldórsson
Kjartan Kári Halldórsson
Mynd: Raggi Óla
Hinn 18 ára gamli Kjartan Kári Halldórsson hefur framlengt samning sinn við Gróttu út árið 2023.

Kjartan hóf meistaraflokksferil sinn með Gróttu er hann lék 6 leiki í Pepsi Max deildinni árið 2020. Hann lék 19 leiki í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og skoraði 8 mörk.

Hann mun leika í treyju númer sjö á næstu leiktíð en þá treyju var Pétur Theódór Árnason síðast í en hann gekk til liðs við Breiðablik eftir síðasta tímabil.

„Samningurinn við Kjartan Kára er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og stuðningsmenn þess og hlökkum við til að fylgjast með Kjartani á komandi tímabili," segir í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner