Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 12. janúar 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kyle gæti spilað á laugardag - Nikolaj mátti ekki spila
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle McLagan lék ekki með Víkingi í gær, hann er ekki komin til landsins. Víkingur lagði Fylki, 4-3 og léku þeir Karl Friðleifur Gunnarsson og Halldór Smári Sigurðsson lengstum saman í miðverðinum í leiknum.

Kyle gekk í raðir Víkings frá Fram eftir síðasta tímabil.

„Hann kemur núna þrettánda (janúar) og vonandi fær einhverjar mínútur á móti Val. Það verður gaman að sjá hann og í hvernig standi hann er í," sagði Arnar Gunnlaugsson.

Nikolaj Hansen var ekki með í gær þar sem hann var skipaður í sóttkví skömmu fyrir leik.

„Hann fékk símtal hálftíma fyrir leik, sagt að gjöra svo vel að fara í sóttkví. Svona er bara lífið þessa stundina á Íslandi. Við misstum fimm leikmenn í covid milli jóla og nýárs. Ég sá alveg í dag hverjir voru að ströggla eftir það. Menn eru að byggja sig hægt og rólega upp. Þetta eru ekki bara við, heldur vantar í alla klúbba, vantar held ég einhverja hjá Fylki líka og örugglega hafa fleiri klúbbar sömu að segja," sagði Arnar.


Kyle McLagan
Arnar Gunnlaugs: Alls ekki nægilega gott
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner