Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. febrúar 2021 07:30
Victor Pálsson
Ari Steinn framlengir við Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Steinn Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík sem gildir til ársins 2023.

Ari hefur undanfarið ár leikið með Keflvíkingum en hann skoraði fjögur mörk í 16 leikjum í Lengjudeildinni í fyrra.

Um er að ræða leikmann sem er uppalinn hjá Keflavík en spilaði síðar með Njarðvík og svo Víði.

Tilkynning Keflavíkur:

Ari er fæddur árið 1996 og hefur spilað 99 meistaraflokksleiki og skorað í þeim 23 mörk.

Ari Steinn Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík út tímabilið 2023!

Gleðifréttir fyrir okkur Keflvíkinga að Ari ætla að halda áfram með liðinu allavega næstu þrjú tímabil. Ari snéri aftur heim í Keflavík á seinasta tímabili eftir smá heimsókn í Garðinn.

Ari kom vel inni Keflavíkurliðið með mikinn hraða og kraft og braut upp sóknir andstæðingana. Mikið er vænst af Ara á komandi árum.

Óskum Ara innilega til hamingju með framlenginguna og hlökkum til að sjá hann á vellinum í sumar.
Athugasemdir
banner