PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   fös 12. febrúar 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Spá því að Henderson og Kabak myndi miðvarðapar Liverpool
Mynd: Guardian
Guardian hefur birt líkleg byrjunarlið fyrir leik Leicester og Liverpool sem verður klukkan 12:30 á morgun.

Bakvörðurinn James Justin verður líklega frá út tímabilið eftir að hafa meiðst illa á hné í bikarleik gegn Brighton í vikunni. Vondar fréttir fyrir Leicester en Justin hefur verið mjög öflugur á tímabilinu.

Timothy Castagne, Dennis Praet og Wesley Fofana eru allir enn fjarri góðu gamni.



Liverpool er án Fabinho sem er að glíma við vöðvameiðsli. Guardian spáir því að tyrkneski varnarmaðurinn Ozan Kabak, sem kom á láni frá Schalke, verði í byrjunarliðinu og spili sinn fyrsta leik fyrir Englandsmeistarana.

Kabak er við hlið Jordan Henderson í miðverðinum í líklegu byrjunarliði.

Leikurinn á morgun verður á King Power vellinum en þessi lið eru í þriðja og fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
7 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
8 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
9 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
10 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner