Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. mars 2020 13:38
Magnús Már Einarsson
Fundur hjá UEFA á þriðjudaginn - EM frestað?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur tilkynnt að fundað verði á þriðjudaginn um framhaldið á keppnum á vegum sambandsins.

Þar verður meðal annars rætt um EM í sumar og umspilið þar sem Ísland á að mæta Rúmeníu 26. Mars.

Kórónaveiran hefur haft mikil áhrif undanfarnar vikur og óvíst er með framhaldið í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

KSÍ og allar aðildarþjóðir UEFA taka þátt í fundinum á þriðjudaginn en hann fer fram í gegnum myndbandstækni.

UEFA vill ekki færa EM yfir á næsta ár af fjárhagsástæðum en áhugavert verður að sjá niðurstöðu fundarins á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner