Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 12. mars 2020 11:08
Magnús Már Einarsson
Milliriðli hjá U19 mögulega frestað þar til í júní
Frá U19 æfingu.
Frá U19 æfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og aðrar þjóðir sem taka þátt í milliriðli fyrir EM hafa óskað eftir að riðillinn fari fram í júní næstkomandi.

Riðillinn átti að fara fram á Norður-Ítalíu í lok mánaðarins en þar keppa Ísland, Ítalía, Noregur og Slóvenía um laust sæti í lokakeppninni.

Kórónaveiran hefur smitast út um allt á Ítalíu og íþróttaviburðum hefur verið slegið á frest þar til í apríl af þeim sökum.

UEFA bað þjóðirnar í riðlunum að koma með tillögur að lausn og það var gert í gær.

„Þau gáfu boltann á þátttökuþjóðir í gær og athugðu hvort við gætum komið okkur saman um leikdag," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

„Við vorum fljót að koma okkur saman um nýja leikdaga í júní og sendum boltann strax til baka á UEFA."

Milliriðillinn gæti því farið fram í júní en úrslitakeppni EM myndi þá taka við beint í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner