Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fös 12. apríl 2024 09:13
Elvar Geir Magnússon
Carragher vill að Liverpool sendi varaliðið til Ítalíu
Carragher vill sjá Liverpool kasta inn hvíta handklæðinu.
Carragher vill sjá Liverpool kasta inn hvíta handklæðinu.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher fyrirliði Liverpool hvetur Jurgen Klopp til að mæta með varaliðið sitt í seinni leikinn gegn Atalanta í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Liverpool fékk óvæntan 0-3 skell á Anfield í fyrri leiknum í gær og ljóst að það verður erfitt verkefni að koma sér í undanúrslin.

„Afleit úrslit og frammistaða hjá Liverpool. Jurgen ætti að spila á varaliðið í seinni leiknum og leggja núna alla áherslu á deildina," skrifar Carragher á X.

Liverpool fór illa með fjölda færa í leiknum í gær og Klopp sagði eftir leikinn að það væri ekki hægt að taka neitt jákvætt úr frammistöðunni.

Carragher vill að Liverpool hreinlega kasti inn hvíta handklæðinu og leggi alla áherslu á að reyna að landa Englandsmeistaratitlinum. Þar er liðið í öðru sæti, með jafnmörg stig og topplið Arsenal en hefur lakari markatölu.
Athugasemdir
banner
banner