PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   fös 12. apríl 2024 14:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsti heimaleikur KR færður á AVIS völlinn
Spilað á AVIS vellinum í 3. og 4. umferð.
Spilað á AVIS vellinum í 3. og 4. umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að færa leik KR og Fram í 3. umferð Bestu deildarinnar af Meistaravöllum og yfir á AVIS völlinn í Laugardal - heimavöll Þróttar sem er gervigrasvöllur. Þetta er ekki eina færslan á leik á AVIS völlinn því Vestri mun mæta HK þar í 4. umferðinni.

Það hefur verið kalt í veðri sem hefur ekki hjálpað grasinu á KR-vellinum að ná sér í tæka tíð fyrir leikinn.

Leikur KR og Breiðabliks í 4. umferð er enn settur á Meistaravelli en það gæti breyst.

Þrír leikir voru settir á grasvelli í 3. umferð. Hinir leikirnir eru viðureign FH og HK sem á að fara fram á Kaplakrikavelli og svo leikur ÍA og Fylkis sem á að fara fram á ELKEM vellinum á Akranesi.

2. umferð deildarinnar hefst í kvöld með leik Stjörnunnar og KR í Garðabænum.

3. umferð
föstudagur 19. apríl
19:15 Stjarnan-Valur (Samsungvöllurinn)

laugardagur 20. apríl
16:15 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:15 KR-Fram (AVIS völlurinn)

sunnudagur 21. apríl
14:00 KA-Vestri (Greifavöllurinn)
17:00 ÍA-Fylkir (ELKEM völlurinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner