Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 12. apríl 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Iraola og Muniz bestir í mars
Rodrigo Muniz sóknarmaður Fulham hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði fjögur mörk og átti eina stoðsendingu í mars.

Muniz er aðeins þriðji í sögu Fulham til að vinna þessi verðlaun, markvörðurinn Mark Schwarzer var sá síðasti til að gera það í febrúar 2010.

Muniz er 22 ára og hefur verið hjá Fulham síðan hann kom frá Flamengo í ágúst 2021.

Andoni Iraola stjóri Bournemouth hefur verið valinn stjóri mánaðarins en hans lið fór ósigrað í gegnum fjóra leiki í mars.

Iraola er aðeins annar stjóri Bournemouth til að fá þessi verðlaun en Eddie Howe, sem stýrir nú Newcastle, vann þau þrívegis þegar hann hélt um stjórnartaumana hjá Bournemouth.

Iraola og lærisveinar eru sem stendur í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og taka á móti Manchester United á heimavelli á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner