Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ætlar að setja allt púður í það að vinna Meistaradeildina í ár en hann gerir alls fimm breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Bukayo Saka, Martin Ödegaard, Mikel Merino, Myles Lewis-Skelly og Jurrien Timber fara allir á bekkinn eftir frábæra frammistöðu gegn Real Madrid í miðri viku.
Arteta vill hafa þessa menn í standi fyrir síðari leikinn á Santiago Bernabeu en þó eru miklar líkur á að einhverjir af þeim muni koma við sögu í dag.
Kieran Tierney og Oleksandr Zinchenko byrja báðir og þá koma þeir Leandro Trossard, Jorginho og Ethan Nwaneri einnig inn í liðið.
Hákon Rafn Valdimarsson er áfram á bekknum hjá Brentford. Thomas Frank gerir aðeins breytingar en Vitaly Janelt kemur inn í stað Yegor Yarmolyuk.
Leikurinn hefst klukkan 16:30 og fer fram á Emiretas-leikvanginum.
Arsenal: Raya, Partey, Saliba, Kiwior, Tierney, Zinchenko, Jorginho, Rice, Nwaneri, Martinelli, Trossard
Brentford: Flekken, Ajer, Van Den Berg, Collins, Lewis-Potter, Norgaard, Janelt, Damsgaard, Mbeumo, Schade, Wissa
Athugasemdir