Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 10:32
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man City og Crystal Palace: Foden ekki í hópnum - Guehi og Nketiah í leikbanni
James McAtee kemur inn í stað Foden
James McAtee kemur inn í stað Foden
Mynd: EPA
Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Crystal Palace í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad-leikvanginum klukkan 11:30 í dag.

Phil Foden meiddist á ökkla á dögunum og því ekki í hópnum en Pep Guardiola gerir alls þrjár breytingar á liðinu.

James McAtee, Rico Lewis og Nico Gonzalez koma allir inn, en þeir Matheus Nunes og Bernardo Silva koma á bekkinn.

Marc Cuehi og Eddie Nketiah taka út leikbann hjá Palace. Chris Richards tekur stöðu Guehi í vörninni og þá er hinn 20 ára gamli Franco Umeh-Chibueze á bekknum í stað Nketiah.

Man City: Ederson, Lewis, Dias, Gvardiol, O’Reilly, Kovacic, Nico, Gundogan, De Bruyne, McAtee, Marmoush.

Crystal Palace: Henderson, Richards, Lacroix, Lerma, Mitchell, Kamada, Wharton, Munoz, Eze, Sarr, Mateta.
Athugasemdir
banner