Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   lau 12. apríl 2025 14:23
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Óvæntur sigur Plymouth gegn titilbaráttuliði - Leeds á toppinn
Guðlaugur Victor var einn af bestu mönnum Plymouth
Guðlaugur Victor var einn af bestu mönnum Plymouth
Mynd: Plymouth
Jayden Bogle kom Leeds á toppinn
Jayden Bogle kom Leeds á toppinn
Mynd: Leeds
Botnlið Plymouth vann óvæntan en dýrmætan 2-1 sigur á Sheffield United í ensku B-deildinni í dag. Tap Sheffield United þýðir væntanlega að liðið sé úr titilbaráttu í ár.

Lokasprettur B-deildarinnar er að klárast og reynir Plymouth hvað það getur til þess að forðast fall.

Staðan var ekki góð í hálfleik. Liðið var marki undir eftir laglegt mark Jesuran Rak-Sakyi.

Allt Plymouth-liðið stillti saman strengi í hálfleik og átti ótrúlega frammistöðu í þeim síðari.

Guðlaugur Victor var með bestu mönnum liðsins og hjálpaði því að sækja sigurinn. Ryan Hardie jafnaði metin á 81. mínútu og sjö mínútum síðar gerði Muhamed Tijani sigurmarkið.

Plymouth er enn á botninum með 40 stig en aðeins þremur stigum frá öruggu sæti og því allt opið fyrir síðustu fjórar umferðir deildarinnar. Þessi úrslit skemmdu um leið fyrir Sheffield United og vonum liðsins um að komast beint upp í úrvalsdeildina.

Sheffield er með 83 stig í 3. sæti, nú fimm stigum á eftir Leeds og Burnley.

Leeds vann 2-1 sigur á Preston á Elland Road. Öll mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins.

Manor Solomon skoraði strax á 4. mínútu en Kaine Kesler-Hayden svaraði tæpum tveimur mínútum síðar.

Jayden Bogle gerði sigurmark Leeds eftir stoðsendingu Solomon á 13. mínútu.

Stefán Teitur Þórðarson byrjaði hjá Preston en var skipt af velli undir lok leiks.

Leeds er komið aftur á toppinn á meðan Preston er í 16. sæti með 49 stig.

Úrslit og markaskorarar:L

Leeds 2 - 1 Preston NE
1-0 Manor Solomon ('4 )
1-1 Kaine Kesler-Hayden ('6 )
2-1 Jayden Bogle ('13 )

Plymouth 2 - 1 Sheffield Utd
0-1 Jesuran Rak-Sakyi ('44 )
1-1 Ryan Hardie ('81 )
2-1 Muhamed Tijani ('88 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner
banner