Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Skoraði tvö og gerði eitt sjálfsmark
Rob Atkinson var allt í öllu á báðum endum vallarins
Rob Atkinson var allt í öllu á báðum endum vallarins
Mynd: Portsmouth
Átta leikir fóru fram í 42. umferð ensku B-deildarinnar klukkan 14:00 í dag og eru línur farnar að skýrast í baráttum á báðum endum deildarinnar.

Sunderland, sem var lengi vel í toppbaráttu tapaði fyrir Swansea á heimavelli með einu marki gegn engu. Sunderland er nú í 4. sæti og horfir í umspilið.

QPR og Bristol City gerðu 1-1 jafntefli í Lundúnum. Bristol er í 5. sætinu með 64 stig og útlit fyrir að liðið sé á leið í umspil eins og staðan er núna.

Robert Atkinson, leikmaður Portsmouth, átti áhugaverðan dag en hann skoraði tvö og gerði eitt sjálfsmark í 2-2 jafntefli liðsins gegn Derby County.

Hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Portsmouth áður en hann kom boltanum í eigið net fjórum mínútum síðar. Hann bjargaði eigin skinni undir lokin með öðru marki sínu. Viðburðaríkt eftirmiðdegi hjá Atkinson.

Cardiff og Luton létu bæði frábært tækifæri til að komast úr fallsæti renna sér úr greipum en þau töpuðu bæði með einu marki gegn engu. Æsispennandi fallbarátta framundan og stutt á milli liða þegar fjórir leikir eru eftir.


Úrslit og markaskorarar:

Cardiff City 0 - 1 Stoke City
0-1 Will Fish ('85 , sjálfsmark)

Luton 0 - 1 Blackburn
0-1 Yuki Ohashi ('52 )
Rautt spjald: Kristi Montgomery, Blackburn ('58)

Millwall 1 - 0 Middlesbrough
1-0 Camiel Neghli ('66 )

Portsmouth 2 - 2 Derby County
0-0 Colby Bishop ('7 , Misnotað víti)
0-1 Jerry Yates ('70 )
1-1 Robert Atkinson ('71 )
1-2 Robert Atkinson ('75 , sjálfsmark)
2-2 Robert Atkinson ('90 )

QPR 1 - 1 Bristol City
1-0 Karamoko Dembele ('21 )
1-1 George Earthy ('30 )

Sheffield Wed 0 - 1 Oxford United
0-1 Sam Long ('79 )

Sunderland 0 - 1 Swansea
0-1 Ben Cabango ('58 )

West Brom 2 - 1 Watford
1-0 Karlan Grant ('11 )
2-0 Mikey Johnston ('60 )
2-1 Moussa Sissoko ('77 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 42 25 13 4 82 29 +53 88
2 Burnley 42 24 16 2 57 13 +44 88
3 Sheffield Utd 42 26 7 9 57 33 +24 83
4 Sunderland 42 21 13 8 57 38 +19 76
5 Bristol City 42 16 16 10 54 45 +9 64
6 Coventry 41 18 8 15 58 53 +5 62
7 West Brom 42 14 18 10 51 39 +12 60
8 Middlesbrough 42 17 9 16 61 51 +10 60
9 Millwall 42 16 12 14 41 41 0 60
10 Blackburn 42 16 8 18 45 45 0 56
11 Watford 42 16 8 18 50 55 -5 56
12 Swansea 42 15 9 18 45 51 -6 54
13 Norwich 42 13 14 15 63 58 +5 53
14 Sheff Wed 42 14 11 17 56 64 -8 53
15 QPR 42 12 14 16 49 55 -6 50
16 Preston NE 42 10 19 13 43 51 -8 49
17 Oxford United 42 12 12 18 43 60 -17 48
18 Stoke City 42 11 14 17 43 54 -11 47
19 Portsmouth 42 12 10 20 50 66 -16 46
20 Hull City 41 11 11 19 40 49 -9 44
21 Derby County 42 11 10 21 44 54 -10 43
22 Cardiff City 42 9 15 18 45 66 -21 42
23 Luton 42 10 10 22 37 63 -26 40
24 Plymouth 42 9 13 20 44 82 -38 40
Athugasemdir
banner
banner