Manchester City 5 - 2 Crystal Palace
0-1 Eberechi Eze ('8 )
0-2 Chris Richards ('21 )
1-2 Kevin De Bruyne ('33 )
2-2 Omar Marmoush ('36 )
3-2 Mateo Kovacic ('47 )
4-2 James Mcatee ('56 )
5-2 Nico OReilly ('79 )
0-1 Eberechi Eze ('8 )
0-2 Chris Richards ('21 )
1-2 Kevin De Bruyne ('33 )
2-2 Omar Marmoush ('36 )
3-2 Mateo Kovacic ('47 )
4-2 James Mcatee ('56 )
5-2 Nico OReilly ('79 )
Englandsmeistarar Manchester City áttu frábæra endurkomu í 5-2 sigri liðsins á Crystal Palace í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Etihad í dag.
Man City byrjaði á afturfótunum. Eberechi Eze skoraði á 8. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Ismaila Sarr frá hægri og þá gerði Chris Richards annað markið með skalla eftir hornspyrnu.
Boltinn kom inn að marki og átti Ederson líklega að hafa betri stjórn á svæðinu en Palace nýtti sér mistök hans og var á þessum tímapunkti komið í tveggja marka forystu.
Aldrei er hægt að afskrifa Man City á Etihad. Liðið kom til baka á þremur mínútum. Kevin de Bruyne minnkaði muninn með glæsilegu aukaspyrnumarki á 33. mínútu. Boltinn sveif yfir vegginn og í stöng og inn áður en Omar Marmoush jafnaði er boltinn datt fyrir hann í miðjum teignum aðeins þremur mínútum síðar.
Í þeim síðari tók Man City völdin og gerði út um leikinn. Mateo Kovacic skoraði með föstu skoti við vítateigslínuna þegar rúm mínúta var liðin og bætti James McAtee við öðru marki níu mínútum síðar eftir langa sendingu frá Ederson.
McAtee gerði frábærlega. Hann slapp einn inn fyrir, tók gabbreyfingu fram hjá Dean Henderson áður en hann lagði boltann í netið.
Ederson meiddist nokkrum mínútum eftir markið og þurfti að fara af velli og kom Stefan Ortega inn á í hans stað.
Annar leikmaður úr akademíunni, Nico O'Reilly, gerði fimmta mark heimamanna eftir að Richards hafði skallað boltann út í teiginn. O'Reilly lét vaða og skoraði um leið sitt fyrsta deildarmark fyrir City.
Flottur 5-2 sigur hjá Man City sem er komið upp í 4. sæti deildarinnar með 55 stig en Palace í 11. sæti með 43 stig þegar sex leikir eru eftir.
Athugasemdir