Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   lau 12. apríl 2025 16:19
Brynjar Ingi Erluson
England: Varamenn Villa gerðu gæfumuninn - Dramatískur sigur Everton á Forest
Ollie Watkins skoraði flott mark
Ollie Watkins skoraði flott mark
Mynd: EPA
Asensio klikkaði tvisvar af vítapunktinum
Asensio klikkaði tvisvar af vítapunktinum
Mynd: EPA
Abdoualye Doucoure var hetja Everton
Abdoualye Doucoure var hetja Everton
Mynd: EPA
Von Aston Villa um að spila í Meistaradeild Evrópu áfram á næstu leiktíð lifir enn góðu lífi eftir að liðið vann 3-0 sigur á botnliði Southampton í 32. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Villa-menn voru með mikla yfirburði gegn Southampton á St. Mary's leikvanginum án þess að skapa sér teljandi dauðafæri. Í raun var það Cameron Archer, leikmaður Southampton, sem fékk besta færi fyrri hálfleiksins en fór illa með það.

Í síðari hálfleiknum gerði Unai Emery tvær mikilvægar breytingar er hann setti þá Donyell Malen og Ollie Watkins inn á.

Watkins fiskaði vítaspyrnu á 68. mínútu eftir að Jan Bednarek tók hann niður í teignum. Aaron Ramsdale var hins vegar vandanum vaxinn í markinu og varði spyrnuna frá Marco Asensio.

Það kom ekki að sök fyrir Spánverjann. Watkins kom Villa yfir með frábæru skoti eftir langa sendingu Youri Tielemans. Boltinn flaug yfir vörnina og náði Watkins einhvern veginn að teygja sig í hann og pota honum yfir Ramsdale og í slá og inn.

Sex mínútum síðar bætti Malen við öðru marki Villa eftir undirbúning Morgan Rogers. Malen gert vel í síðustu leikjum sínum með Villa og hjálpaði liðinu að sækja sigurinn í dag með laglegu skoti úr þröngu færi.

Í uppbótartíma fékk Villa annað víti er Jack Stephens braut af sér í teignum og aftur var það Asensio sem fór á punktinn og aftur varði Ramsdale frá honum nema í þetta sinn var John McGinn fljótur að átta sig og skilaði frákastinu í netið.

Öruggur 3-0 sigur hjá Villa sem fer upp í 5. sæti deildarinnar, sem gefur þátttöku í Meistaradeildina, með 54 stig en Southampton áfram á botninum með 10 stig.

Brighton og Leicester gerðu 2-2 jafntefli á AMEX-leikvanginum í Brighton.

Joao Pedro skoraði úr vítaspyrnu á 31. mínútu eftir að Conor Coady braut af sér. Coady og Mads Hermansen, markvörður Leicester, fengu báðir gula spjaldið fyrir mótmæli.

Stephy Mavididi jafnaði fyrir Leicester aðeins sjö mínútum síðar og staðan 1-1 í hálfleik.

Brighton-menn fengu aðra vítaspyrnu snemma í þeim síðari og aftur skoraði Pedro úr henni. Sá hefur eflaust glatt marga Fantasy-spilara þessa helgina.

Leicester, sem hafði tapað átta deildarleikjum í röð fyrir leikinn, gafst ekki upp og þegar stundarfjórðungur var eftir tókst ítalska varnarmanninum Caleb Okoli að jafna með skalla eftir aukaspyrnu Bilal El Khannouss.

Stig sem gerir kannski ekki mikið fyrir Leicester en liðið er í næst neðsta sæti með 18 stig og aðeins tímapursmál hvenær fall liðsins verður staðfest. Úrslitin skemmdu á meðan fyrir Brighton sem er í 9. sæti með 48 stig og nú fimm stigum frá Evrópusæti.

Everton vann dramatískan og óvæntan 1-0 sigur á Nottingham Forest á City Ground.

Liðunum tókst ekki að skapa neitt af viti í markalausum fyrri hálfleik og var það ekki fyrr en undir lok leiksins sem Everton tókst óvænt að stela öllum stigunum.

Everton fór í hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Forest og var það Abdoulaye Doucoure sem kom boltanum í netið eftir sendingu Dwight McNeil.

Högg í Meistaradeildarbaráttu Forest sem er í 3. sæti með 57 stig en Everton í 14. sæti með 38 stig og orðið nokkuð ljóst að liðið mun spila áfram í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Brighton 2 - 2 Leicester City
1-0 Joao Pedro ('31 , víti)
1-1 Stephy Mavididi ('38 )
2-1 Joao Pedro ('55 , víti)
2-2 Caleb Okoli ('74 )

Nott. Forest 0 - 1 Everton
0-1 Abdoulaye Doucoure ('90 )

Southampton 0 - 3 Aston Villa
0-0 Marco Asensio ('69 , Misnotað víti)
0-1 Ollie Watkins ('73 )
0-2 Donyell Malen ('79 )
0-3 John McGinn ('90 )
0-3 Marco Asensio ('90 , Misnotað víti)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner