Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   lau 12. apríl 2025 15:40
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Mikael Egill lagði upp sigurmarkið í dýrmætum sigri Venezia
Mikael Egill átti frábæran leik með Venezia
Mikael Egill átti frábæran leik með Venezia
Mynd: EPA
Venezia 1 - 0 Monza
1-0 Daniel Fila ('72 )
Rautt spjald: Daniel Fila, Venezia ('90)

Mikael Egill Ellertsson lagði upp sigurmark Venezia í dýrmætum 1-0 sigri á botnliði Monza í fallbaráttunni í Seríu A á Ítalíu í dag.

Venezia þurfti á öllum stigunum að halda til þess að komast næst öruggu sæti.

Bæði lið fengu færin til að skora í fyrri hálfleik en markverðir beggja liða voru að verja vel.

Í þeim síðari fékk Dany Mota, sóknarmaður Monza, nokkur góð færi, en fór illa með þau. Venezia refsaði þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Mikael Egill átti ljúffenga fyrirgjöf á varamanninn Daniel Fila sem stýrði boltanum í netið.

Markaskorarinn Fila fékk sitt annað gula og þar með rautt undir lok leiks en það kom ekki í bakið á Venezia sem er nú með 24 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Framarinn Mikael Egill var valinn maður leiksins á Flashscore og fékk þá 7,5 í einkunn hjá FotMob.

Bjarki Steinn Bjarkason var ónotaður varamaður hjá Venezia sem er í næst neðsta sæti þegar sex leikir eru eftir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 34 15 9 10 53 38 +15 54
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 34 9 12 13 29 41 -12 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner