Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Þórir Jóhann lagði upp gegn Juventus - Inter lagði Cagliari
Lautaro Martinez skoraði í sigri Intert
Lautaro Martinez skoraði í sigri Intert
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason
Þórir Jóhann Helgason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórir Jóhann Helgason byrjaði á bekknum þegar Lecce tapaði naumlega gegn Juventus í kvöld.

Juventus var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og Teun Koopmeiners kom Juventus yfir strax í upphafi leiksins. Kenan Yildiz bætti öðru markinu við eftir rúmlega hálftíma leik.

Dæmið snérist við í seinni hálfleik og Lecce var líklegri aðilinn. Þórir Jóhann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu og tíu mínútum síðar dró til tíðinda.

Liðið fékk aukaspyrnu og Þórir sendi boltann fyrir beint á kollinn á Federico Baschirotto sem skallaði boltann í netið en nær komst Lecce ekki.

Lecce er aðeins tveimur stigum frá fallsæti en Juventus stökk upp í 3. sæti deildarinnar.

Inter er með sex stiga forystu á Napoli á toppnum eftir sigur á Cagliari í kvöld en Napoli á leik til góða. Marko Arnautovic kom liðinu yfir eftir laglegt samspil.

Lautaro Martinez bætti við öðru markinu eftir góða stungusendingu frá Arnautovic. Roberto Piccoli minnkaði muninn fyriir Cagliari snemma í seinni hálfleik en Yann Bisseck tryggði Inter sigurinn þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Arnautovic.

Inter 3 - 1 Cagliari
1-0 Marko Arnautovic ('13 )
2-0 Lautaro Martinez ('26 )
2-1 Roberto Piccoli ('48 )
3-1 Yann Bisseck ('55 )

Juventus 2 - 1 Lecce
1-0 Teun Koopmeiners ('2 )
2-0 Kenan Yildiz ('33 )
2-1 Federico Baschirotto ('87 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 21 8 3 72 31 +41 71
2 Napoli 31 19 8 4 48 25 +23 65
3 Juventus 32 15 14 3 49 30 +19 59
4 Atalanta 31 17 7 7 63 30 +33 58
5 Bologna 31 15 12 4 51 35 +16 57
6 Lazio 31 16 7 8 52 42 +10 55
7 Roma 31 15 8 8 46 31 +15 53
8 Fiorentina 31 15 7 9 49 32 +17 52
9 Milan 32 14 9 9 51 37 +14 51
10 Torino 31 9 13 9 36 36 0 40
11 Udinese 32 11 7 14 36 46 -10 40
12 Genoa 31 9 11 11 29 38 -9 38
13 Como 31 8 9 14 39 48 -9 33
14 Verona 31 9 4 18 30 59 -29 31
15 Cagliari 32 7 9 16 32 47 -15 30
16 Parma 31 5 12 14 37 51 -14 27
17 Lecce 32 6 8 18 23 52 -29 26
18 Venezia 32 4 12 16 25 44 -19 24
19 Empoli 31 4 12 15 24 47 -23 24
20 Monza 32 2 9 21 25 56 -31 15
Athugasemdir