Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leao: Þessi sigur var fyrir Maignan
Mynd: EPA
AC Milan lagði Udinese örugglega í fyrsta leik helgarinnar í ítölsku deildinni í gær.

Það voru þó ekki bara góðar fréttir fyrir Milan því markvörðurinn Mike Maignan yfirgaf völlinn á börum snemma í seinni hálfleik eftir slæmt samstuð við Alejandro Jimenez, varnarmann liðsins.

Hann missti meðvitund en komst fljótt aftur til meðvitundar áður en hann var borinn af velli. Rafael Leao tileinkaði markverðinum sigurinn.

„Við komum einbeittir inn í leikinn, undirbjuggum okkur vel fyrir leikinn eftir góða viku í undirbúning. Þessi sigur var fyrir Maignan," sagði Leao.

Maignan var sendur beint upp á sjúkrahús þar sem hann fór í frekari rannsóknir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 21 8 3 71 31 +40 71
2 Napoli 31 19 8 4 48 25 +23 65
3 Atalanta 31 17 7 7 63 30 +33 58
4 Bologna 31 15 12 4 51 35 +16 57
5 Juventus 31 14 14 3 47 29 +18 56
6 Lazio 31 16 7 8 52 42 +10 55
7 Roma 31 15 8 8 46 31 +15 53
8 Fiorentina 31 15 7 9 49 32 +17 52
9 Milan 32 14 9 9 51 37 +14 51
10 Torino 31 9 13 9 36 36 0 40
11 Udinese 32 11 7 14 36 46 -10 40
12 Genoa 31 9 11 11 29 38 -9 38
13 Como 31 8 9 14 39 48 -9 33
14 Verona 31 9 4 18 30 59 -29 31
15 Cagliari 32 7 9 16 32 46 -14 30
16 Parma 31 5 12 14 37 51 -14 27
17 Lecce 31 6 8 17 22 50 -28 26
18 Venezia 32 4 12 16 25 44 -19 24
19 Empoli 31 4 12 15 24 47 -23 24
20 Monza 32 2 9 21 25 56 -31 15
Athugasemdir
banner