Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   fös 11. apríl 2025 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Maignan rotaðist í öruggum sigri Milan
Mynd: EPA
Udinese 0 - 4 Milan
0-1 Rafael Leao ('42 )
0-2 Strahinja Pavlovic ('45 )
0-3 Theo Hernandez ('74 )
0-4 Tijani Reijnders ('81 )

Milan vann öruggan sigur á Udinese á útivelli í ítölsku deildinni í kvöld.

Rafael Leao kom Milan yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann skaut boltanum í fjærhornið með glæsilegu viðstöðulausu skoti úr D-boganum.

Strahinja Pavlovic bætti öðru markinu við stuttu síðar þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Snemma í seinni hálfleik þurfti Mike Maignan, markvörður Milan, að fara af velli eftir að hafa lent í samstuði við Alejandro Jimenez varnarmann Milan. Hann missti meðvitund í smá stund en var kominn til meðvitundar þegar hann var borinn af velli. Hann var í kjölfarið sendur upp á spítala í frekari rannsóknir.

Theo Hernandez skoraði með föstu skoti þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma og Tijjani Rijnders innsiglaði sigurinn. Milan er 9. sæti með 52 stig eftir 32 umferðir en Udinese í 11. sæti með 40 stig,
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 35 16 9 10 55 39 +16 57
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner