Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   lau 12. apríl 2025 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Má búast við færri varamönnum hjá Vestra í útileikjum
Vestri sótti stig á Hlíðarenda.
Vestri sótti stig á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg var eini leikmaðurinn á 2. flokks aldri í leikmannahópi Vestra gegn Val í 1. umferðinni. Hann er á láni frá Víkingi.
Daði Berg var eini leikmaðurinn á 2. flokks aldri í leikmannahópi Vestra gegn Val í 1. umferðinni. Hann er á láni frá Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ellefu af tólf liðum Bestu deildarinnar voru með níu varamenn á skýrslu í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

Vestri var eina liðið sem náði ekki þeim fjölda, heldur var einungis með sjö varamenn. Á ársþingi KSÍ var samþykkt sú tillaga að í Bestu deildunum og í aðalkeppni Mjólkurbikarsins megi lið vera með níu varamenn, en að a.m.k. tveir þeirra þurfi þá að vera á annars flokks aldri, þ.e. fæddir 2006 eða síðar.

Fótbolti.net ræddi við Samúel Samúelsson, formann meistaraflokksráðs Vestra, um hvers vegna Vestri hafi einungis verið með sjö varamenn á skýrslu.

„Það er fyrst og fremst kostnaðurinn sem fælir okkur frá því að reyna að fjölga varamönnum, flugsætið fram og til baka kostar bara gríðarlega mikið. Það er ekkert hlaupið að fá þau flugsæti, við erum ekki að fá flugsæti á sömu kjörum núna og við fengum þegar við bókuðum fyrir allan hópinn," segir Sammi.

Reglubreytingin var gerð eftir að Vestramenn bókuðu sín flugsæti í útileiki. Ársþingið var haldið seinni partinn í febrúar, ef það hefði verið haldið fyrr, hefði þá verið breytt staða fyrir Vestra varðandi aukamenn á bekknum?

„Ef að ársþingið væri í lok árs þá hefðum við kannski metið stöðuna öðruvísi. En það má bara nota fimm varamenn, og við erum með sjö á bekk, þannig ég sé ekki alveg tilganginn. Ástæðan fyrir því að við kusum með þessari reglu er sú að við vildum ekkert vera að skemma fyrir öðrum. Þetta hefur engin áhrif á okkur," segir Sammi og segir að það almennt megi búast við því að Vestramenn verði með sjö varamenn á skýrslu í útileikjum sínum.
Athugasemdir
banner