Á ársþingi KSÍ var samþykkt að leyfilegur fjöldi varamanna í efstu deild karla og kvenna yrði hækkaður um tvo, úr sjö upp í níu varamenn. Það má þó einungis vera með tvo auka varamenn ef a.m.k. tveir varamanna eru gjaldgengir í 2. flokk. Í 2. flokki árið 2025 eru leikmenn sem fæddir eru á árunum 2006-2008.
Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, um möguleikann á því að Breiðablik myndi lána í burtu leikmenn fyrir gluggalok. Í því samtali kom þessi reglubreyting til talsins.
Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason, þjálfara Breiðabliks, um möguleikann á því að Breiðablik myndi lána í burtu leikmenn fyrir gluggalok. Í því samtali kom þessi reglubreyting til talsins.
Ertu að skoða að lána 1-2 leikmenn?
„Já já, við erum alveg opnir fyrir því ef það lítur þannig út að það verði gott fyrir einhverja leikmenn að fara á lán, þá skoðum við það," segir Dóri.
„Við erum með mjög marga leikmenn sem voru að ganga upp úr 2. flokknum og þeir fá ekki að sitja þessi aukasæti sem eru komin á bekkinn. Mér finnst leikmenn sem eru 19 ára ekki vera orðnir fullorðnir, þetta hefði kannski mátt miða við 21 árs aldurinn og þá að leikmenn hafi verið a.m.k. þrjú ár hjá liðinu, sé uppalinn, eða eitthvað í þá áttina."
„Mér finnst líka galli á þessari reglu að þetta gildir bara um varamannabekkinn. Ef þú byrjar með 2-3 2. flokks leikmenn í leiknum, þá færðu ekkert aukasæti á bekknum fyrir fullorðnu mennina sem detta út úr liðinu. Þeir þurfa bara að vera heima hjá sér. Þetta er klárlega eitthvað til að skoða. Við viljum auðvitað ekki vera með unga og góða leikmenn utan hóps," segir Dóri.
Athugasemdir