Það vekur athygli að Vestri er einungis með sjö varamenn á bekk sínum gegn Val en leikurinn á N1 vellinum er nýfarinn af stað.
Breiðablik og Afturelding voru með níu varamenn í gær og Valur er með níu varamenn á sínum varamannabekk.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var spurður í viðtali á Stöð 2 Sport fyrir leikinn hvers vegna það vantaði á bekkinn hjá honum í dag en Davíð sagðist vera með fullmannaðan bekk. Sem er svo sem rétt.
Breiðablik og Afturelding voru með níu varamenn í gær og Valur er með níu varamenn á sínum varamannabekk.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var spurður í viðtali á Stöð 2 Sport fyrir leikinn hvers vegna það vantaði á bekkinn hjá honum í dag en Davíð sagðist vera með fullmannaðan bekk. Sem er svo sem rétt.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 1 Vestri
Á ársþingi KSÍ var fjölgun varamanna samþykkt, hámarksfjöldi hækkaður úr sjö í níu, en reglan er á þá leið að a.m.k. tveir af varamönnunum þurfa að vera gjaldgengir í 2. flokk svo varamennirnir geti verið níu á bekknum. Til þess að vera gjaldgengur í 2. flokk þarf að vera fæddur 2006 eða síðar.
Það hjálpar Vestra ekki gagnvart þessari reglu að Daði Berg Jónsson er í byrjunarliði liðsins, en hann er fæddur árið 2006, því einungis er horft í þá sem eru á bekknum.
Hópurinn hjá Vestra
BYRJUNARLIÐ:
12. Guy Smit (m) 1996
2. Morten Ohlsen Hansen (f) 1993
3. Anton Kralj 1998
4. Fatai Gbadamosi 1998
7. Vladimir Tufegdzic 1991
8. Daði Berg Jónsson 2006
10. Diego Montiel 1995
28. Jeppe Pedersen 2001
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson 1990
40. Gustav Kjeldsen 1999
77. Sergine Fall 1993
VARAMENN:
1. Benjamin Schubert (m) 1996
6. Gunnar Jónas Hauksson 1999
15. Guðmundur Arnar Svavarsson 2002
17. Guðmundur Páll Einarsson 2005
19. Emmanuel Agyeman Duah 2003
23. Silas Songani 1989
29. Kristoffer Grauberg Lepik 2001
Athugasemdir