Everton hefur verið á góðu skriði síðan David Moyes tók við liðinu af Sean Dyche í janúar. Liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum í deildinni.
Liðið vann frábæran sigur á Nottingham Forest í dag þar sem Abdoulaye Doukoure skoraði eina mark leiksins.
Liðið vann frábæran sigur á Nottingham Forest í dag þar sem Abdoulaye Doukoure skoraði eina mark leiksins.
Forerst hefur verið að gera frábæra hluti á tímabiliu og situr í 3. sæti þrátt fyrir tvö töp í röð. Moyes er virkilega hrifinn af liði Forest.
„Ég verð að segja að þetta var frábært mark og mjög verðskuldað, við spiluðum mjög vel. Ef einhver var að fara skora þá voru það við," sagði Moyes.
„Ef við höldum þessu áfram verður það frábært að komast í góðan takt fyrir næsta tímabil nýjum velli. Við viljum laða bestu leikmennina að og ég myndi gjarnan vilja eiga tímabil eins og Nottingham Forest er að eiga."
Athugasemdir