Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando City þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn New York Red Bulls í MLS deildinni í Bandaríkjunum í kvöld.
Orlando var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik en boltinn vildi ekki inn. Eftir um tíu mínútna leik í seinni hálfleik fékk Rodrigo Schlegel, varnarmaður Orlando, rautt spjald og liðið því manni færri stóran hluta af seinni hálfleiknum.
Leikmyndin snérist við og var New York líklegri aðilinn en tókst lítið að ógna marki Orlando og markalaust jafntefli niðurstaðan. Dagur var tekinn af velli á 79. mínútu.
Orlando er í 6. sæti Austurdeildar með 12 stig eftir 8 umferðir, jafn mörg stig og New York sem er í 9. sæti.
Athugasemdir