Arsenal vill tyrkneska stjörnu - Liverpool og Man Utd skoða miðjumenn á Ítalíu - Modric á förum frá Real Madrid?
   lau 12. apríl 2025 23:03
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu svakalegt mark hjá Ronaldo í endurkomusigri
Mynd: EPA
Ronaldo kom Al-Nassr til bjargar þegar hann skoraði tvennu í endurkomusigri gegn Al-Riyadh í sádí arabísku deildinni í kvöld.

Al Riyadh var með forystuna í hálfleik en Ronaldo jafnaði metin á 56. mínútu eftir undirbúning Sadio Mane. Tæpum tíu mínútum síðar skoraði Ronaldo stórkostlegt mark og tryggði Al-Nassr sigurinn.

Mane sendi boltann fyrir en varnarmaður kom boltanum frá. Þó ekki langt því boltinn datt fyrir Ronaldo í D-boganum og hann negldi boltanum í slá og inn. Sjáðu markið hér fyrir neðan.

Al-Nassr er í 3. sæti átt astigum á eftir toppliði Al-Ittihad.

Cristiano Ronaldo’s second goal with alternative angles
byu/SubjectTumbleweed216 insoccer

Athugasemdir
banner