Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   lau 12. apríl 2025 18:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Jafnt í stórleiknum
Serge Gnabry skoraði laglegt mark
Serge Gnabry skoraði laglegt mark
Mynd: EPA
Bayern 2 - 2 Borussia D.
0-1 Maximilian Beier ('48 )
1-1 Raphael Guerreiro ('65 )
2-1 Serge Gnabry ('69 )
2-2 Waldemar Anton ('75 )

Tvö sigursælustu félög Þýskalands áttust við í dag. Þrátt fyrir söguna eru liðin að berjast á mismundandi vígstöðum á þessu tímabili, Dortmund hefur verið í brasi og reynir að komast í Evrópukeppni en Bayern berst um titilinn.

Bæði lið fengu tækifæri til að komast yfir í fyrri hálfleik en staðan var enn markalaus þegar honum var lokið.

Maximilian Beier kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik þegar hann skoraði af stuttu færi. Raphael Guerreiro jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik og fjórum mínútum síðar kom Serge Gnabry Bayern yfir eftir glæsilegt einstaklingsframtak.

Waldemar Anton tryggði Dortmund stig þegar hann skoraði eftir að hafa fylgt eftir skoti frá Serhou Guirassy.

Eftir jafntefli Leverkusen gegn Union Berlin er sex stiga munur á Bayern og Leverkusen þegar fimm umferðir eru eftir.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 32 19 11 2 68 37 +31 68
3 Eintracht Frankfurt 32 16 8 8 63 43 +20 56
4 Freiburg 32 15 7 10 46 49 -3 52
5 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 32 13 9 10 49 40 +9 48
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 32 11 10 11 34 45 -11 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 32 6 7 19 48 75 -27 25
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner