Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. maí 2021 18:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fólk hélt að varnarmaður Man Utd væri að spila með snjallúr
Axel Tuanzebe.
Axel Tuanzebe.
Mynd: Getty Images
Axel Tuanzebe, varnarmaður Manchester United, vakti athygli þegar hann spilaði með liðinu í 1-2 tapi gegn Leicester í gær.

Tuanzebe mætti nefnilega til leiks með það sem leit út fyrir að vera úr á úlnliðnum. Hann spilaði með það.

Það hefur ekki sést oft áður að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni spili með það sem lítur út fyrir að vera úr. Sumt fólk hélt að hann væri að spila með Apple snjallúr en svo var ekki.

Þetta var svokallað 'whoop fitness tracker' sem er mikið notað af leikmönnum NFL-deildinni í Bandaríkjunum og af golfurum.

Whoop er ekki úr; það er tæki sem þú setur á úlnliðinn og það tekur saman alls konar upplýsingar sem tengjast líkamanum og ástandinu á honum.

Hér að neðan má sjá myndir frá leiknum í gær.



Athugasemdir
banner