Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 12. maí 2021 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meðal yngstu leikmanna í sögu Pepsi Max-deildarinnar
Elvar og Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Elvar og Arnar Grétarsson, þjálfari KA.
Mynd: KA
Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gaf nokkrum ungum leikmönnum tækifæri, í 3-0 sigrinum á Leikni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

Þar á meðal var Elvar Máni Guðmundsson, sem fæddur er árið 2006.

Hann kom inn á sem varamaður á 88. mínútu leiksins og spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild.

Hann er einn af yngstu leikmönnum í sögu Pepsi Max-deildarinnar. Hann er 15 ára, þriggja og hálfs mánaða. Eyþór Orri Ómarsson, leikmaður ÍBV, á metið.

Elvar varð Íslandsmeistari með 4. flokk KA síðasta sumar og fór á reynslu hjá Midtjylland í Danmörku í nóvember árið 2019. Þá hefur hann verið í úrtökuhópum hjá U15 ára landsliði Íslands.


Athugasemdir
banner