Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gaf nokkrum ungum leikmönnum tækifæri, í 3-0 sigrinum á Leikni í Pepsi Max-deildinni í kvöld.
Þar á meðal var Elvar Máni Guðmundsson, sem fæddur er árið 2006.
Hann kom inn á sem varamaður á 88. mínútu leiksins og spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild.
Hann er einn af yngstu leikmönnum í sögu Pepsi Max-deildarinnar. Hann er 15 ára, þriggja og hálfs mánaða. Eyþór Orri Ómarsson, leikmaður ÍBV, á metið.
Elvar varð Íslandsmeistari með 4. flokk KA síðasta sumar og fór á reynslu hjá Midtjylland í Danmörku í nóvember árið 2019. Þá hefur hann verið í úrtökuhópum hjá U15 ára landsliði Íslands.
Djöfull eru mínir menn að færa mér mikla ánægju.
— Garðar Stefán Nikulás Sigurgeirsson (@gardarStNikulas) May 12, 2021
Elvar Máni Guðmundsson strákur úr 3.flokkinum fæddur 2006 að koma inná í Pepsi Max.
Einnig Kári Gauta 2003 og Þorri 2002.
Ég er glaður KA-maður í dag.
Góðir hlutir í gangi!
Athugasemdir