Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 12. maí 2022 21:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Kristall Máni: Það er bannað að dæma víti fyrir okkur
Býst ekki við að fá fleiri víti í sumar
Býst ekki við að fá fleiri víti í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég myndi segja að fyrri hálfleikurinn hefði verið mjög góður en fannst við eiga gera betur í seinni og skora fleiri"   Sagði Kristall Máni Ingason sóknarmaður Víkinga í viðtali eftir leik.

Hvernig fannst Kristali Víkingsliðið koma inn í þennan leik eftir pirrandi jafnteflið gegn Leikni?

"Fannst við bara gera vel í að byrja þennan leik almennilega þar sem við skorum 3 mörk á fyrstu 30 mínútunum en ég hefði samt viljað bæta við og halda hreinu, mér fannst við vera senda of mikið til hliðar í staðinn fyrir að reyna þræða boltann í gegn, kannski gerist það ósjálfrátt þegar maður er 3-0 yfir "


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Fram

Eftir allt vítaspyrnu fíaskóið gegn Leikni í síðustu umferð þá áttu Víkingarnir enn og aftur að fá víti en Vilhjálmur Alvar dómari dæmdi ekkert, ætli Víkingar fái fleiri víti í sumar?

"Nei, eins og staðan er núna þá er bannað að dæma víti fyrir okkur þannig ég býst ekki við að fá fleiri víti" Sagði Kristall léttur.

Næsti leikur er á mánudaginn gegn sjóðandi heitum Blikum, er þetta ´must win´leikur að mati Kristals?

"Já ég meina, Breiðablik eru með gott lið en eins og við höfum sýnt þá finnst mér við vera betri en Blikarnir"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner