Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 12. maí 2022 21:41
Arnar Laufdal Arnarsson
Kristall Máni: Það er bannað að dæma víti fyrir okkur
Býst ekki við að fá fleiri víti í sumar
Býst ekki við að fá fleiri víti í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég myndi segja að fyrri hálfleikurinn hefði verið mjög góður en fannst við eiga gera betur í seinni og skora fleiri"   Sagði Kristall Máni Ingason sóknarmaður Víkinga í viðtali eftir leik.

Hvernig fannst Kristali Víkingsliðið koma inn í þennan leik eftir pirrandi jafnteflið gegn Leikni?

"Fannst við bara gera vel í að byrja þennan leik almennilega þar sem við skorum 3 mörk á fyrstu 30 mínútunum en ég hefði samt viljað bæta við og halda hreinu, mér fannst við vera senda of mikið til hliðar í staðinn fyrir að reyna þræða boltann í gegn, kannski gerist það ósjálfrátt þegar maður er 3-0 yfir "


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Fram

Eftir allt vítaspyrnu fíaskóið gegn Leikni í síðustu umferð þá áttu Víkingarnir enn og aftur að fá víti en Vilhjálmur Alvar dómari dæmdi ekkert, ætli Víkingar fái fleiri víti í sumar?

"Nei, eins og staðan er núna þá er bannað að dæma víti fyrir okkur þannig ég býst ekki við að fá fleiri víti" Sagði Kristall léttur.

Næsti leikur er á mánudaginn gegn sjóðandi heitum Blikum, er þetta ´must win´leikur að mati Kristals?

"Já ég meina, Breiðablik eru með gott lið en eins og við höfum sýnt þá finnst mér við vera betri en Blikarnir"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner