Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   mán 12. maí 2025 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Luke Rae frá fram yfir landsleikjahléið - Styttist í Krumma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrafn Tómasson.
Hrafn Tómasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luke Rae, leikmaður KR, varð fyrir því óláni í leiknum gegn ÍBV á laugardag að togna aftan í læri. Þetta staðfetir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net.

Luke verður því frá fram yfir landsleikahléð í næsta mánuði hið minnsta en Óskar bjóst við honum seinni partinn í júní í allra fyrsta lagi. Landsleikjahléið hefst 2. júní og fyrsta umferð eftir hlé hefst 15. júní.

Þetta er mikið högg fyrir KR því Luke hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar í upphafi móts.

Lestu um leikinn: KR 4 -  1 ÍBV

Hann var einnig spurður út í miðjumanninn Hrafn Tómasson sem sleit krossband fyrir rúmu ári síðan; sleit í fyrstu umferð Íslandsmótsins 2024. Hrafn er búinn að æfa með liðinu síðustu þrjár vikurnar og Óskar vonast til þess að Krummi, eins og hann er oftast kallaður, nái að koma við sögu í leik fyrir landsleikjahléið.

Næsti leikur KR er bikarleikur gegn ÍBV á miðvikudag og liðið mætir svo Aftureldingu á útivelli í deildinni næsta sunnudag.

Óskar á ekki von á því að Júlíus Mar Júlíusson, sem fór af velli gegn ÍBV á laugardag, geti spilað á miðvikudaginn en Aron Sigurðarson gæti hins vegar tekið þátt í leiknum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 21 12 4 5 52 - 33 +19 40
2.    Víkingur R. 21 11 6 4 40 - 27 +13 39
3.    Stjarnan 21 11 4 6 41 - 34 +7 37
4.    Breiðablik 21 9 6 6 36 - 34 +2 33
5.    FH 21 8 5 8 39 - 33 +6 29
6.    Fram 21 8 4 9 30 - 29 +1 28
7.    ÍBV 21 8 4 9 23 - 27 -4 28
8.    Vestri 21 8 3 10 22 - 24 -2 27
9.    KA 21 7 5 9 25 - 38 -13 26
10.    KR 21 6 6 9 42 - 44 -2 24
11.    Afturelding 21 5 6 10 28 - 36 -8 21
12.    ÍA 21 6 1 14 23 - 42 -19 19
Athugasemdir
banner