Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 12. júní 2021 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill nota sigurinn sem þáttaskil - „Verið algjört vesen hingað til"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ótrúlega góð, það er langt síðan síðast þannig þetta er mjög sætt ," sagði Tristan Freyr Ingólfsson, maður leiksins, eftir sigur Stjörnunnar gegn Val í kvöld.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

„Við ákváðum að mæta þeim uppi, það er svona það helsta sem við ræddum í hálfleik." Tristan vann boltann í tvígang ofarlega á vellinum og kom í kjölfarið með stoðsendingar.

„Hilmar er alltaf að tala við mig, að hann sé alltaf í þessu svæði þarna og verður svolítið pirraður ef hann fær hann ekki. Maður þarf bara að líta upp og finna menn."

Sástu hlaupið Heiðar í hlaupinu í seinna markinu? „Ég svona setti boltann bara í svæði, myndi segja það."

Hversu ljúft er að hafa snúið þessu við strax í byrjun seinni hálfleik?

„Þetta er bara geggjað, við notum þetta bara til að snúa tímabilinu við, sem hefur verið algjört vesen hingað til," sagði Tristan.

Hver var lykillinn að sigrinum? „Ég er mjög sáttur, þetta var bara samvinna númer eitt, tvö og þrjú. Við hlupum fyrir hvorn annan og börðumst allan tímann."

Munu fleiri svona frammistöður ná í fleiri sigra? „Það hlýtur að vera, trúi ekki öðru," sagði Tristan að lokum.
Athugasemdir