Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Viljum enda ofar og ná fimmta sætinu
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   lau 12. júní 2021 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill nota sigurinn sem þáttaskil - „Verið algjört vesen hingað til"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ótrúlega góð, það er langt síðan síðast þannig þetta er mjög sætt ," sagði Tristan Freyr Ingólfsson, maður leiksins, eftir sigur Stjörnunnar gegn Val í kvöld.

Hljóðgæðin í viðtalinu eru ekki frábær en myndband fylgir samt með. Vindur og tónlist setja smá svip á viðtalið.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Valur

„Við ákváðum að mæta þeim uppi, það er svona það helsta sem við ræddum í hálfleik." Tristan vann boltann í tvígang ofarlega á vellinum og kom í kjölfarið með stoðsendingar.

„Hilmar er alltaf að tala við mig, að hann sé alltaf í þessu svæði þarna og verður svolítið pirraður ef hann fær hann ekki. Maður þarf bara að líta upp og finna menn."

Sástu hlaupið Heiðar í hlaupinu í seinna markinu? „Ég svona setti boltann bara í svæði, myndi segja það."

Hversu ljúft er að hafa snúið þessu við strax í byrjun seinni hálfleik?

„Þetta er bara geggjað, við notum þetta bara til að snúa tímabilinu við, sem hefur verið algjört vesen hingað til," sagði Tristan.

Hver var lykillinn að sigrinum? „Ég er mjög sáttur, þetta var bara samvinna númer eitt, tvö og þrjú. Við hlupum fyrir hvorn annan og börðumst allan tímann."

Munu fleiri svona frammistöður ná í fleiri sigra? „Það hlýtur að vera, trúi ekki öðru," sagði Tristan að lokum.
Athugasemdir
banner
banner