Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish: Fyrst Bruno fékk víti þá hefði þetta getað verið víti
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, besti leikmaður Aston Villa, fiskaði umdeilda vítaspyrnu fyrir Aston Villa er liðið vann 2-0 sigur gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli.

Vítaspyrnudómnum var hins vegar snúið við þegar það var skoðað í VAR.

Grealish var ekki sáttur með VAR-ákvörðunina og lét hann það í ljós í viðtali eftir leik.

„Ég er ekki viss um hvort þetta hafi verið vítaspyrna eða ekki, en fyrst Bruno Fernandes fékk víti gegn okkur, þá held ég að þetta hafi getað verið víti," sagði Grealish.

Hér að neðan má sjá það þegar Grealish reyndi að fiska vítaspyrnuna.

Sjá einnig:
Mark ranglega dæmt af Sakho? - „Önnur hræðileg ákvörðun VAR dómara"

Athugasemdir
banner
banner