
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis kom í viðtal eftir 0-4 tap gegn Blikum í 10. umferð Pepsi Max deildar kvenna í kvöld.
Hverning fannst þér þessi leikur og frammistaða þíns liðs?
"Það var margt ágætt, Blikar bara betri og unnu verðskuldað, spurning hvort að það hefði átt að vera 4-0 en hérna þær áttu klárlega sigurinn skilið í dag."
Hverning fannst þér þessi leikur og frammistaða þíns liðs?
"Það var margt ágætt, Blikar bara betri og unnu verðskuldað, spurning hvort að það hefði átt að vera 4-0 en hérna þær áttu klárlega sigurinn skilið í dag."
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 4 Breiðablik
Hvað varstu ánægður með í þínu liði?
"Já já bara barátta og ákveðni svona vinnusemi en það voru bara meiri gæði í Blikaliðinu."
Var eitthvað sérstakt sem þið hefðuð mátt gera betur í þessum mörkum?
"Kanski bara að þora aðeins meira að halda í boltann og þora að spila honum."
Viðtalið við Kjartan sjá í heild sinni má í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir