mið 12. ágúst 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
EA Sports fjarlægir viss fögn úr FIFA 21
Einhverjir spilarar hafa sennilega brotið fjarstýringar við suss-fagnið hans Wissam Ben Yedder
Einhverjir spilarar hafa sennilega brotið fjarstýringar við suss-fagnið hans Wissam Ben Yedder
Mynd: Getty Images
Tölvuleikjaframleiðandinn EA Sports hefur ákveðið að fjarlægja viss fögn úr tölvuleiknum FIFA 21 sem er væntanlegur í október en það er gert í baráttunni við það eitraða umhverfi sem hefur skapast innan samfélagsins.

FIFA-leikurinn á sér marga aðdáendur á Íslandi og þá hefur rafíþróttamenningin stigmagnast á landinu. Fjölmörg íþróttafélög hafa bætt rafíþróttum við sig og skapað landslið í tölvuleikjum.

Mikið hefur verið kvartað yfir FIFA 20 leiknum síðasta árið eða svo og hafa spilarar orðið fyrir fordómum og jafnvel fengið líflátshótanir auk þess sem þeir hafa stráð salti í sárin með ýmsum fögnum sem leikurinn hefur að geyma.

EA Sports hefur því brugðist við og ákveðið að fjarlæga viss fögn úr leiknum en ekki kemur fram hvaða fögn það eru. Þá verður fylgst með hegðun spilara.

„Samfélagið greindi okkur frá hegðun sem líðst ekki í leiknum og við vildum því ganga í skugga um að þetta eigi sér ekki stað með því að fjarlægja ákveðin fögn," kemur fram í yfirlýsingu EA Sports.

„Við fjarlægðum sum fögn en fólkið sagði okkur að það væri ekki sniðugt að hafa þau í leiknum. Flæðið á leiknum verður betra og það verður erfitt að tefja. Tilgangurinn er að spila leikinn í stað þess að gera aðra hluti sem eru óþarfi."


Athugasemdir
banner
banner
banner