Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. ágúst 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Blikar þurfa að sækja til sigurs í Skotlandi
Breiðablik mætir Aberdeen ytra í kvöld
Breiðablik mætir Aberdeen ytra í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aberdeen og Breiðablik eigast við í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en hann fer fram á Pittodrie-leikvanginum í Skotlandi og hefst klukkan 18:45.

Aberdeen vann fyrri leikinn gegn Blikum á Laugardalsvelli, 3-2, þar sem Blikar virkuðu afar hættulegir og til alls líklegir.

Blikar eiga möguleika á að komast í umspilið ef liðinu tekst að sigra í kvöld.

Víkingur R. og KR mætast í síðasta leik 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins en hann hefst klukkan 19:15 í Víkinni.

Fjórir leikir eru þá á dagskrá í Lengjudeild kvenna. FH mætir ÍA í Kaplakrika. Grindavík spilar við KR á Grindavíkurvelli og Afturelding mætir Gróttu í Mosfellsbæ.

HK spilar þá við Hauka í Kórnum. Hægt er að sjá alla leiki dagsins hér fyrir neðan.

Leikir dagsins:

Sambandsdeild UEFA
18:45 Aberdeen-Breiðablik (Pittodrie Stadium)

Mjólkurbikar karla:
19:15 Víkingur R. - KR (Víkingsvöllur)

Lengjudeild kvenna
19:15 FH-ÍA (Kaplakrikavöllur)
19:15 Grindavík-KR (Grindavíkurvöllur)
19:15 Afturelding-Grótta (Fagverksvöllurinn Varmá)
19:15 HK-Haukar (Kórinn)

3. deild karla
19:00 Tindastóll-Dalvík/Reynir (Sauðárkróksvöllur)

4. deild karla - D-riðill
19:00 KB-Vatnaliljur (Domusnovavöllurinn)
19:00 Vængir Júpiters-Léttir (Fjölnisvöllur - Gervigras)
Athugasemdir
banner
banner
banner