Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 12. ágúst 2022 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Ótrúlegur viðsnúningur Gróttu - Fjölnir lagði KV
Lengjudeildin
Luke Rae
Luke Rae
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Grótta og Afturelding áttust við í áhugaverðum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin með jafn mörg stig í 5-6. sæti deildarinnar.


Afturelding var marki yfir í háflleik en það var Marciano Aziz sem skoraði það af vítapunktinum.

Luke Rae jafnaði metin snemma í síðari hálfleik áður en Aziz kom Aftureldingu aftur yfir með marki af vítapunktinum. Þegar skammt var til leiksloka jafnaði Kjartan Kári Halldórsson metin og stuttu síðar kom Ívan Óli Santos Gróttu yfir með marki úr hjólhestaspyrnu.

Luke Rae lagði það mark upp en hann gull tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma.

Fjölnir var ekki í neinum vandræðum með KV en Hákon Ingi Jónsson skoraði tvö og Arnar Númi og Dagur Ingi með sitt markið hvor í 4-0 sigri.

Jökull Tjörvason nældi í sárabótarmark fyrir KV í uppbótartíma.

KV 1 - 4 Fjölnir
0-1 Arnar Númi Gíslason ('5 )
0-2 Dagur Ingi Axelsson ('14 )
0-3 Hákon Ingi Jónsson ('52 )
0-4 Hákon Ingi Jónsson ('63 )
1-4 Jökull Tjörvason ('90 )
Lestu um leikinn

Grótta 4 - 2 Afturelding
0-1 Marciano Aziz ('26 , víti)
1-1 Luke Morgan Conrad Rae ('50 )
1-2 Marciano Aziz ('59 , víti)
2-2 Kjartan Kári Halldórsson ('85 )
3-2 Ívan Óli Santos ('87 )
4-2 Luke Morgan Conrad Rae ('98 )
Rautt spjald: Baldvin Jón Hallgrímsson , Afturelding ('95) Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner